Skilmálar

ALMENNIR SKILMÁLAR Inkasso Strax

 1. Almennt um þjónustu Inkasso STRAX
 2. gr Inkasso kt. 630413-0360, Hallveigarstígur 1, Reykjavík, tekur að sér kröfustofnun, útsendingu reikninga og innheimtu vanskilakrafna fyrir kröfuhafa, með þeim hætti sem nánar er greint í skilmálum þessum og í Innheimtulögum 2008 nr. 95 12.júní.
 3. gr. Þjónustan samanstendur af fjórum liðum:
  • Fruminnheimtuferli sem innifelur stofnun bankakrafna í heimabanka greiðenda og valkvæða útsendingu reikninga á pappírs og/eða tölvuæku formi.
  • Milliinnheimtuferli sem innifelur útsendingu innheimtuviðvörunar, milliinnheimtubréfa og símtal á greiðendur.
  • Löginnheimtuferli sem innifelur útsendingu löginnheimtubréfa og valkvæða þjónustu sértækra löginnheimtuaðgerða á grundvelli réttarfarslaga.
  • Kröfuvakt sem innifelur vöktun greiðenda vanskilakrafna.
 1. gr. Lög og Innheimta ehf. kt. 640214-0580 er samstarfsaðili Inkasso ehf. og sér um löginnheimtu fyrir hönd Inkasso.
 2. Verkferlið
 3. gr. Umsóknarferlið er þannig að umsækjandi gengst við skilmálum þessum og sækir um Inkasso STRAX þjónustu Inkasso. Inkasso setur umsækjanda upp í Innheimtukerfi Inkasso, kemur á réttum bankatengingum og sendir honum notendanafn og lykilorð með tölvupósti.
 4. gr. Fruminnheimtuferli:
 • Fruminnheimtuferli virkar þannig að kröfuhafi stofnar kröfu í innheimtukerfi Inkasso, ákveður virðisaukaskattprósentu, gjalddaga, eindaga og hvort senda eigi greiðanda reikning á pappírsformi og/eða á tölvupósti.
 • Inkasso stofnar bankakröfu og, ef þess er óskað, sendir reikning á greiðanda samkvæmt upplýsingum kröfuhafa. Kröfuhafi ber ábyrgð á gerð reikninga gagnvart greiðendum. Það á m.a. við um framsetningu og réttmæti reikninga.
 • Greiðandi getur greitt reikning gegnum bankakröfu í heimabanka, í bankaútibúi, í móttöku Inkasso eða með símgreiðslu á greiðslukort.
 1. gr. Milliinnheimtuferli:
 • Almennt skal miða við að innheimta vanskilakrafna hefjist í milliinnheimtuferli, nema kröfuhafi óski skriflega annarrar meðferðar, langt sé liðið frá gjaldfalli, fyrirséð er að innheimta takist ekki að sinni eða eðli kröfunnar krefjist þegar lögfræðilegra aðgerða.
 • Milliinnheimtuferli tekur við gjaldföllnum kröfum þar sem send eru bréf ásamt því að hringt er í greiðanda, ef þörf krefur. Ferlið er eftirfarandi:

Aðgerð nr.

Aðgerð

Fjöldi daga eftir eindaga

1

Innheimtuviðvörun

1

2

Milliinnheimtubréf

11

3

Ítrekun milliinnheimtubréfs

21

4

Símtal

26

5

Önnur ítrekun milliinnheimtubréfs

31

 

 1. gr. Löginnheimtuferli:
 • Löginnheimtuferli tekur við ógreiddum kröfum úr milliinnheimtuferli en í því eru send löginnheimtubréf á greiðanda:

Aðgerð nr.

Aðgerð

Fjöldi daga eftir eindaga

1

Löginnheimtubréf

51

2

Ítrekun löginnheimtubréfs

61

3

Sértækar löginnheimtuaðgerðir

Í framhaldi af beiðni kröfuhafa

 

 • Ef krafa er ógreidd eftir ítrekun löginnheimtubréfs er það ákvörðun kröfuhafa hvort hann óski þjónustu Laga og Innheimtu til þess að beita sértækum löginnheimtuaðgerðum á grundvelli réttarfarslaga. Með sértækum löginnheimtuaðgerðum er t.d. átt við að stefna greiðanda fyrir dómstól, senda greiðsluáskorun, lýsa kröfum, útbúa fjárnámsbeiðni og fara fram á nauðungarsölu.
 • Með skriflegri beiðni frá kröfuhafa er hægt að fara fram á að farið sé beint í sértækar löginnheimtuaðgerðir eftir að innheimtuviðvörun hefur verið send greiðanda.
 1. gr. Kröfuvakt:
 • Kröfuvakt hefur að geyma gjaldfallnar kröfur þar sem innheimtuaðgerðir hafa ekki borið árangur. Kröfur færast sjálfkrafa í kröfuvakt 300 dögum eftir eindaga Kröfuhafi getur einnig sett kröfur í kröfuvakt hvenær sem er í innheimtuferlinu.
 • Í kröfuvakt felst að Inkasso sendir með reglubundnum hætti áminningarbréf til greiðanda. Enn fremur fylgist Inkasso með högum greiðanda og ef þeir vænkast þá bregst Inkasso við með frekari innheimtuaðgerðum s.s. upphringingum og/eða mögulegum löginnheimtuaðgerðum. Samhliða því að krafa er sett í kröfuvakt getur kröfuhafi afskrifað kröfuna í sínu bókhaldi. Takist ekki að innheimta kröfuna innan fyrningarfrests skv. lögum um fyrningu kröfuréttinda (2007 nr. 150 20.desember) er krafan felld niður í Innheimtukerfi Inkasso.
 1. gr. Kröfuhafi skal hafa aðgang að Innheimtukerfi Inkasso, þar sem hægt er að fá upplýsingar um stöðu einstakra krafna kröfuhafans á hverjum tíma. Inkasso birtir heildaryfirlit yfir stöðu allra innheimtumála, þar sem m.a. skulu koma fram upplýsingar um stöðu, s.s. greiðsluyfirlit, innborganir, eftirstöðvar og kostnað og á hvaða stigi innheimtan er. Kröfuhafi getur framkvæmt aðgerðir í Innheimtukerfi Inkasso sem hafa áhrif á framvindu innheimtunnar s.s. veitt frest, fellt niður, bætt við greiðslusamkomulagi eða stefnt greiðanda.
 2. gr. Heimilt er að fella niður stofnaðar kröfur í Innheimtukerfi Inkasso. Kröfuhafa ber að leitast við að haga útsendingum krafna til innheimtu þannig að niðurfellingar eigi sér stað sem sjaldnast. Vísað er í 21.gr. vegna mögulegs niðurfellingakostnaðar.
 3. gr. Tilkynningar með tölvupósti eru sendar á netfang kröfuhafa við eftirfarandi tilefni:
 • Kröfur á leið í innheimtu: listi yfir þær kröfur sem fallnar eru í eindaga og eru á leið í milliinnheimtuferli. Kröfuhafi hefur tiltekinn tíma til þess að bregðast við þ.e. veita frest, fella niður eða setja í kröfuvakt og sjá til þess að kröfur fari ekki í milliinnheimtuferlið, kjósi hann svo.
 • Kröfur á leið í löginnheimtu: listi yfir þær kröfur sem eru ógreiddar eftir milliinnheimtuferli og eru á leið í löginnheimtuferli. Kröfuhafi hefur tiltekinn tíma til þess að bregðast við þ.e. veita frest, fella niður eða setja í kröfuvakt og sjá til þess að kröfur fari ekki í löginnheimtuferlið, kjósi hann svo.
 • Kröfur í löginnheimtumati: listi yfir þær kröfur þar sem frestur vegna ítrekunar löginnheimtubréfs er liðinn og þörf er á beiðni kröfuhafa um sértækar löginnheimtuaðgerðir, kjósi hann svo.
 • Kröfur á leið í kröfuvakt: listi yfir þær kröfur sem eru ógreiddar og eru á leið í kröfuvakt. Kröfuhafi hefur tiltekinn tíma til þess að bregðast við og sjá til þess að kröfur fari ekki í kröfuvakt, kjósi hann svo.
 1. gr. Starfsfólki Inkasso er heimilt að veita greiðsludreifingu í allt að sex mánuði fyrir hönd kröfuhafa, eftir því sem eðlilegt telst til innheimtu kröfunnar. Í kröfuvakt er starfsfólki Inkasso heimilt að semja um vaxtastig, fella niður vexti og hluta höfuðstóls kröfunnar og semja um greiðsludreifingu til lengri tíma, ef það samræmist hagsmunum kröfuhafa að mati Inkasso.
 2. gr. Þegar krafa fæst greidd hjá greiðanda skulu allar innborganir á kröfur varðveittar á fjárvörslureikningi Inkasso. Inkasso millifærir innborganir á bankareikning kröfuhafa samdægurs, alla virka daga eða að hámarki innan 72 stunda. Gildir einnig vegna greiðsludreifingar. Ef að krafa hefur verið skráð til löginnheimtu þá veitir Lög og Innheimta greiðslu kröfunnar viðtöku. Ef krafa er greidd beint til kröfuhafa ber kröfuhafa að standa Inkasso eða Lög og Innheimtu skil á áfallinni þóknun og innheimtukostnaði.
 3. gr. Innborganir á kröfur ganga fyrst til greiðslu á vöxtum af útlögðum kostnaði, þá til greiðslu á útlögðum kostnaði og svo til greiðslu á innheimtugjaldi og annarri þóknun. Þegar innheimtugjaldið og þóknun er greidd ganga innborganir fyrst upp í vexti og því næst höfuðstól kröfunnar. Þetta gildir þótt krafan greiðist ekki að fullu.
 4. gr. Nauðasamningur skal ekki gerður við greiðanda, eða annars konar eftirgjöf kröfu veitt af Inkasso, án samþykkis kröfuhafa, nema krafa sé komin í kröfuvakt.
 5. gr. Inkasso ber að hafa samráð við kröfuhafa um boð í eignir á nauðungarsölu, sem leiða kunna til uppboðskaupa. Séu uppboðskaup gerð skal kostnaður Inkasso vegna innheimtunnar gerður upp þegar uppboðsafsal liggur fyrir. Inkasso aðstoðar við rýmingu húsnæðis, berist ósk um það frá kröfuhafa.
 6. gr. Inkasso skuldbindur sig til að sinna innheimtum af kostgæfni, hraða og með fullri virðingu fyrir greiðanda, enda sé tekið tillit til sambands greiðanda og kröfuhafa í hverju tilviki. Hið sama skal eiga við um verkefni sem kunna að vera falin lögmönnum þeim sem starfa hjá Lög og Innheimtu, samanber 3. gr.
 7. gr. Fyllsta trúnaðar er gætt um allar upplýsingar sem starfsfólk innheimtuaðila kemst yfir í þjónustu sinni fyrir kröfuhafa. Trúnaðarskyldur lögmanna fara að lögum og siðareglum LMFÍ.

III. Kostnaður

 1. gr. Kröfuhafar greiða ekki áskriftargjald vegna þjónustunnar. Allur kostnaður Inkasso og/eða Lög og Innheimtu við frum-, milli- og löginninnheimtu leggst ofan á ógreidda kröfu og kemur til greiðslu af greiðanda. Vísað er í gjaldskrá Inkasso og Laga og Innheimtu sem aðgengilegar eru á www.inkasso.is varðandi allan kostnað. Með samþykki á skilmálum þessum er kröfuhafi að samþykkja einnig gildandi gjaldskrár Inkasso og Laga og Innheimtu. Útlagður kostnaður í umbeðnum sértækum löginnheimtuaðgerðum fer eftir reikningi þar um. Dráttarvextir samkvæmt Seðlabanka Íslands reiknast á gjaldfallnar kröfur. Dráttarvextir af höfuðstól eru hluti kröfuhafa en dráttarvextir af innheimtukostnaði sem og öðrum innheimtuaðgerðum eru hluti Inkasso.
 2. gr. Verði niðurfellingar krafna umfram tilgreindan fjölda í gjaldskrám Inkasso og Lög og Innheimta ehf. þá getur Inkasso og Lög og Innheimta krafist greiðslu á niðurfellingargjaldi fyrir hverja aðgerð sem framkvæmd hefur verið í ferlinu. Gjaldið fer eftir gjaldskrá Inkasso og Inkasso löginnheimtu. Eigi niðurfelling sér stað eftir að komið hefur til sértækra löginnheimtuaðgerða, greiðist útlagður kostnaður og grunngjöld samkvæmt gjaldskrá Laga og Innheimtu ehf. Sé verulega hægt á innheimtuaðgerðum að ósk kröfuhafa, eða þær stöðvaðar, getur Inkasso krafist greiðslu útlagðs kostnaðar og grunngjalda.
 3. gr. Fáist krafa ekki greidd með almennum innheimtuaðgerðum (þ.e. ekki sértækum löginnheimtuaðgerðum) greiðir kröfuhafi engan kostnað af innheimtunni. Komi til sértækra löginnheimtuaðgerða er vísað í gjaldskrá Laga og Innheimtu vegna uppgjörs við kröfuhafa, fáist krafa ekki greidd af greiðanda.
 4. gr. Inkasso ehf. og/eða Lög og Innheimta ehf. getur í sérstökum tilfellum áskilið sér greiðslu þóknunar, hafi óvenjuleg eða sérstök vinna verið lögð í innheimtuaðgerðir, enda hafi verið haft samráð við kröfuhafa um þær aðgerðir.
 5. Breytingar og uppsögn á þjónustunni
 6. gr. Inkasso áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum og þjónustum. Mótmæli kröfuhafi breytingum skal fara eftir ákvæðum í IV. kafla, einkum 27. gr. við lausn mála.
 7. gr. Kröfuhafi ábyrgist að kröfur sem hann stofnar eða lætur stofna séu réttmætar og ekki tilkomnar af ólögmætum gjörningi. Ef verulegur vafi er um réttmæti kröfu eða grundvöllur kröfu er óljós þá skal Inkasso og Lög og Innheimta hafa heimild til þess að kalla eftir greinargerð frá kröfuhafa og/eða eftir atvikum fella niður kröfu og endursenda kröfuhafa. Inkasso áskilur sér rétt án fyrirvara að slíta viðskiptasambandi við kröfuhafa verði kröfuhafi uppvís að ólögmætum verknaði eða misnoti innheimtukerfi svo að Inkasso hljóti skaða af.
 8. gr. Inkasso eða Lög og Innheimta er aldrei aðili að eða ber neina ábyrgð á deilum á milli kröfuhafa og greiðanda.
 9. gr. Vanefni Inkasso eða kröfuhafi skilmála þessa verulega, enda sé ekki bætt úr vanefndinni að undangenginni skriflegri áskorun þar um, getur sá sem vanefnd beinist að rift þjónustunni án frekari fyrirvara. Riftun getur beinst að einstökum þáttum, enda taki vanefndin aðeins til afmarkaðra hluta hans.

27 gr.   Rísi ágreiningur vegna skilmála þessara skulu aðilar kappkosta að leysa sérhvern ágreining með samkomulagi og beina ágreiningi til gerðarmeðferðar sé nokkur kostur samkomulags þar um. Þó skal hvorum aðila heimilt að vísa ágreiningi til almennra dómstóla og mál vegna hans má ávallt reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

 

Skilmálar útgefnir 18. október 2017

 


Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkur um notkun fótspora.