Greiðendur

Við hvetjum þig til að bregðast við. Ekki fresta málum, best er að greiða eða hafa samband og við förum yfir hvaða lausnir eru í boði.

Alltaf er best að greiða kröfurnar áður en þær komast í vanskil. Það er hinsvegar ekki alltaf raunin. Við hjá Inkasso erum til staðar fyrir greiðendur og leggjum okkur fram við að koma málum í farveg.

Það er sama á hvaða stigi innheimtan er, í fruminnheimtu, í milliinnheimtu, í löginnheimtu eða jafnvel komin enn lengra, það er ávallt hægt að finna flöt á málum ef greiðandi sýnir greiðsluvilja.

 

Greiðslur

Greiðslur er hægt að framkvæma með því að:

  • Greiða kröfu í heimabanka.
  • Greiða í banka, en þá mælum við með að framvísa greiðsluseðli eða innheimtubréfi.
  • Hringja í þjónustuver og greiða með símgreiðslu, en til þess þarf að hafa kreditkort.
  • Hringja í þjónustuver og fá upplýsingar til þess að millifæra í heimabanka.
  • Koma í móttöku okkar í Borgartúni 27, 4 hæð og greiða með korti eða millifæra.

 

Semja

Ef þú átt ekki kost á því að ganga frá fullnaðargreiðslu en sýnir greiðsluvilja þá höfum við eftirfarandi möguleika:

  • Greiðslusamkomulag, þar sem skuldinni er skipt upp yfir ákveðið tímabil. Lengd greiðslusamkomulaga og fjárhæð sem greidd er í hvert skipti er ákvarðað eftir aðstæðum hverju sinni. Alla jafna vara greiðslusamkomulög ekki lengur en í 6 mánuði.
  • Innheimtu er frestað um tiltekinn tíma en þá er komið í veg fyrir að kostnaður aukist á tímabilinu.
  • Semja um málið ef einhver kostur er.

Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkur um notkun fótspora.